11. mars 2015

Ruslið stíflað...með dóti

Ruslið var orðið vel stíflað í gærkvöldi. Ég fór niður í morgun og losaði um helling af pokum, stórum pokum og ástæðan var að hellingur af dóti var í ruslinu. Ruslarennan er ætluð fyrir heimilissorp í ruslapokum sem er búið að binda fyrir.
Tók mynd af leikföngunum og setti þau líka niðri hjá töflunni þannig að þeir sem hentu ætti að ná skilaboðunum ;)
"Sverðið" skorðaðist alveg niðri og það var líklega stífluð rennan uppá 2. hæð miðað við magnið sem kom niður í framhaldi.

10. mars 2015

Skápar horfnir úr geymslunni

2 "gamlir" háir tréskápar/hillur sem eru búnir að vera í sameignargeymslunni í 8 ár virðast hafa horfið í kringum sumarið. Ef einhverjir eru komnir með þá í notkun óska eigendur eftir að þeim sé skilað þ.s. not eru komin fyrir þá aftur.

Drasl í sameigninni

Það er orðið frekar sorglegt hversu draslaralegt er orðið niðri í sameigninni. Þurfum að ræða á næsta fundi að hafa einhverja reglu á þessu þannig að þetta gerist ekki.

Ég legg til að það verði ekkert drasl leyfilegt niðri (nema hjól & kerrur)...allt annað á að vera inní einkageymslum og hægt að nýta "stóra óskipta rýmið" til að geyma eitthvað tímabundið.