30. ágúst 2015

Ekkert drasl í kjallaranum

Við erum nýbúin að þrífa draslið og nú verður því haldið hreinu. Þannig að það á ekkert drasl að vera niðri í kjallara...aldrei!
Við erum með geymslur fyrir drasl og síðan er hægt að nota fundarherbergið ef þarf að geyma eitthvað tímabundið.

19. ágúst 2015

11. júlí 2015

Slökkvitækin þarf að endurnýja

Góð ábending frá Ara:
Var á stefnuskránni að endurnýja þessi 10+ ára gömlu duftslökkvitæki sem eru í ganginum og aldrei hafa verið yfirfarin.

Vorum við ekki búin að ákveða á einhverjum aðalfundinum að fá 2-3stk léttvatnstæki á millipallana í stað gömlu tækjanna og gera samning við slökkvitækjaþjónustu um að sjá um viðhald? Slökkvitæki í Hafnarfirði http://www.eldklar.is/ sjá m.a. um svona þjónustu. Veit ekkert hvort þeir eru dýrir eða ódýrir samanborið við aðra.

1. júlí 2015

1. júní 2015

Vordagur 2015

Þrátt fyrir að við seinkuðum vordeginum til að reyna að hitta á góðan sólardag þá gekk spáin ekki alveg eftir ;)

En við tókum okkur til og gerðum við handriðið og steyptum það aftur upp sem var frábært að ná að laga.

Enginn kantskurður var því í ár og bílastæðið ekki heldur málað.

Nokkrar myndir frá deginum:

29. apríl 2015

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Húsfélagsins að Hjallabraut 35 fyrir starfsárið 2014 var haldinn miðvikudaginn 29. apríl 2015 í kjallaranum kl. 21:00

Mættir voru íbúar úr eftirfarandi íbúðum: 1A, 1C, 2A, 2C, 3A, 3C, 4A, 4B, 4C
(Sigrún & Ari kom seint, Óli, Tómas, Siggi, Jóna, Logi, Victor, Orri, Friðjón)

Fundur settur

Skýrsla stjórnar, reikningar & áætlun 2015

Skýrsla stjórnar og umræður um hana
Allir sáttir

Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá
Allir sáttir

Kosning formanns
Eysteinn Orri

Kosning annarra stjórnarmanna
Victor & Friðjón

Kosning varamanna
Logi & Siggi

Kosning endurskoðanda og varamanns hans
Tómas & Óli

Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár
Samþykkt

Ákvörðun hússjóðsgjalda
Hækkun samvkæmt áætlun, sjá bls. 6 í árskýrslu (PDF viðhengi)

Önnur mál
Fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar
Gler og viðgerðir
Friðjon segir okkur að alagið se amk 30+
Best að gera i januar til að fá betra tilboð
Mæla með að taka bara neyð og taka tilboð næsta ár

Umgengni & þrif í geymslunni
Vordagur
Hjól
Fimmtudagurinn 21
Auglýsa fyrirfram
Múra
Taka til í geymslu
Matur
Mála stæðin
Sorpa

Tunnuskipti & þrif...allir sáttir?
Ekki allir sáttir
Hafa samband og biðja um betri þjónustu
Viljum samt halda afram

Bakdyrahurðin
Þarf að skipta um
Fordæmi að stóra húsfl. hafi greitt

Salt
1A hefur séð um að kaupa salt og salta fyrir framan, fá sérstakar þakkir fyrir.

Tryggingar
Umræður um tryggingar, ánægja með vörð miðað við. Skoða að fara aftur yfir...þarf að skoða með 35-43

Ofnar
Ibúar byrjaðir að skipta út hjá sér

Laun Gjaldkera
Þarf að finna gömlu samþykktina til að sjá hvað það var ákveðið og setja aftur á.

Svalahandrið
Þarf að fara að skipta um

Gluggar
Fara í framkvæmdir sjálf og fá að framvísa seinna á móti
Hvernig hefur þetta verið með aðrar framkvæmdir

Bláu tunnurnar
Tilboð hátt
Ekki góð staðsetning
...

Póstkassarnir
Þarf að kenna einhverjum á umgengni í húsinu þar sem alltaf er ein íbúð að setja "ruslpóst" á gólfið.

Þrif
Veggir ekki þrifnir...?
Finna lista sem kom frá þeim og sjá hvort á að vera hluti af þrifum nuna
Halda þrifadag fyrir jolin
Gætum borgað einhverjum okkar

Leikvöllurinn
Alveg kominn tími á það
Gætum við skoðað að taka sand í sumar
Fá vörubíl?

Fundi slitið ~22:00

Skýrsla stjórnar, reikningar & áætlun 2015

21. apríl 2015

Aðalfundur miðvikudaginn í næstu viku

AÐALFUNDURHÚSFÉLAGSINS
MIÐVIKUDAGINN 29. APRÍL
K.L. 21:00 í KJALLARANUM

Dagskrá
  1. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  2. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá
  3. Kosning formanns
  4. Kosning annarra stjórnarmanna
  5. Kosning varamanna
  6. Kosning endurskoðanda og varamanns hans
  7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár
  8. Ákvörðun hússjóðsgjalda
  9. Önnur mál
    • Fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar
    • Umgengni & þrif í geymslunni
    • Vordagur
    • Tunnuskipti & þrif...allir sáttir?
    • Bakdyrahurðin
    • Bláu tunnurnar

11. mars 2015

Ruslið stíflað...með dóti

Ruslið var orðið vel stíflað í gærkvöldi. Ég fór niður í morgun og losaði um helling af pokum, stórum pokum og ástæðan var að hellingur af dóti var í ruslinu. Ruslarennan er ætluð fyrir heimilissorp í ruslapokum sem er búið að binda fyrir.
Tók mynd af leikföngunum og setti þau líka niðri hjá töflunni þannig að þeir sem hentu ætti að ná skilaboðunum ;)
"Sverðið" skorðaðist alveg niðri og það var líklega stífluð rennan uppá 2. hæð miðað við magnið sem kom niður í framhaldi.

10. mars 2015

Skápar horfnir úr geymslunni

2 "gamlir" háir tréskápar/hillur sem eru búnir að vera í sameignargeymslunni í 8 ár virðast hafa horfið í kringum sumarið. Ef einhverjir eru komnir með þá í notkun óska eigendur eftir að þeim sé skilað þ.s. not eru komin fyrir þá aftur.

Drasl í sameigninni

Það er orðið frekar sorglegt hversu draslaralegt er orðið niðri í sameigninni. Þurfum að ræða á næsta fundi að hafa einhverja reglu á þessu þannig að þetta gerist ekki.

Ég legg til að það verði ekkert drasl leyfilegt niðri (nema hjól & kerrur)...allt annað á að vera inní einkageymslum og hægt að nýta "stóra óskipta rýmið" til að geyma eitthvað tímabundið.

11. febrúar 2015

Bláu tunnurnar fyrir pappír

Allan pappír af heimilinu má setja í bláu pappírstunnurnar sem eru fyrir framan litlu gleymsluna við enda hússins

Passið að setja okkar pappír í okkar tunnur en ekki þær sem eru fyrir framan Hjallabraut 37 (fyrir framan húsið hjá bílastæðinu, það eru þeirra tunnur en ekki okkar ;)