8. október 2014

Bakdyrahurðin

Það þarf nauðsynleg að fara að skipta út bakdyrahurðinni og öllu sem því fylgir...er að fúna í gegn og farið að detta í sundur :|


9. september 2014

Tunnuskipti

Hafði samband við Tunnuskipti í dag og benti þeim að passa að tunnurnar fari inní raufina en snúi ekki vitlaust þar sem að það hefur gerst 2 síðustu sunnudaga.

26. ágúst 2014

Húsfundur 2. september 2014

kl. 20:00 í kjallaranum

1 Leiðrétta hússjóðinn - hækka um 1þ er rétt miðað við hlutfalls/jafnskipt - samþykkt

2 Yfirdráttarlán fyrir framkvæmdum á þaki, allir verða að skrifa undir.  -sækjum um yfirdrátt fyrir milljón, allir munu greiða upp sitt og fá að deila því á nokkrar greiðslur með hússjóði, höldum áfram með framkvæmdasjóð óbreyttann (nema hjá þeim sem hafa lagt meira inn vegna framkvæmda, þeir frá frí frá honum þangað til inneign þeirra er "búin").
3 Hækka framkvæmdasjóð til að greiða fljótar niður? -Nei, leystum þetta í fyrri lið.

4 Tunnuskipti & þrif - allir sáttir? -verður óbreytt

5 Dót/drasl í sameign/geymslu niðri -losum okkur við sumt við tækifæri (gipsplötur & sófa) og tökum til fyrir næsta sumar og förum yfir reiðhjólin í leiðinni

6 Sjálfábyrgð vegna leka 2B sem að húsfélagið greiddi -komið í farveg

7 Önnur mál

7.1 Örbygljuloftnet - Ari ætlar að skoða málið

6. júlí 2014

Þakviðgeðir 2014

Í framhaldi af úttekt fá VSB er nú verið að halda áfram með þakið & þakrennur.

VSB hefur yfirumsjón og greiðum við þeim til að halda utan um verkið.
Vikri sér um framkvæmd og greiðum við þeim fyrir alla vinnu.

Verkið er áætlað um 21 milljón.

12. júní 2014

9. júní 2014

Þrifdagur 2014

Þrifdagurinn verður á morgun, þriðjudaginn 10. júní 2014. Hittumst 17:30 niðri í kjallara og hreinsum í kringum húsið. Stefnt á pizzur og með'eim um 19:00 ;) FRESTAÐ TIL MIÐVIKUDAGS vegna vætu ;)

4. júní 2014

Nýjar tunnur

Fengum athugasemdir við að lok vantaði á ruslatunnur og kubbur.is ætlaði ekki að hirða þær. Þeir sem sjá um hreinsun er farnir að stafla þeim sem virðist hafa farið fljótt með mörg lokin. Búið er að panta nýjar og eru þær komnar. Ekki er búið að ræða þetta við þá sem þrífa.

2. júní 2014

Nýr formaður

Logi tekur við sem fulltrúi 3ju hæðarinnar sem er næst í röðunni. Hefðin er að flytja húsfélagið milli hæða á aðalfundi. Tómas hefur séð um þetta og Óli verið inní málum með stjóra húsfélagið. Einnig tekur Logi við gjaldkerastarfinu frá Tómasi sem hefur sinnt því undanfarin ár. Ef ná þarf í Loga eru upplýsingar um það á logihelgu.com

27. maí 2014

Nýjar ruslatunnur

Við fengum ábendingar að ruslatunnurnar okkar væru ekki lengur hæfar til hirðu vegna þess að lokin væru farin af nokkrum. Þetta virðist hafa gerst í framhaldi þess að verktakinn sem að sér um tunnuskiptin er mjög duglegur að stafla þeim ofan á hverja aðra. Búið er að kaupa nýjar og ættum við að geta fækkað aðeins þar sem bláu tunnurnar eru komnar bak við hús.